Halda óbreyttum fjölda dvalarrýma

Íbúar á Blönduósi mótmæltu í haust fyrirhuguðum niðurskurði á fjárveitingum …
Íbúar á Blönduósi mótmæltu í haust fyrirhuguðum niðurskurði á fjárveitingum til sjúkrahússins, sem sést í baksýn. mbl.is/Jón

Heilbrigðisstofnanirnar á Blönduósi og á Sauðárkróki munu halda óbreyttum fjölda dvalarrýma á þessu ári en fá greitt fyrir þau í samræmi við nýtingu þeirra eins og kveðið er á um í samningum. Hefur ákvörðun um fækkun dvalarrýma hjá stofnununum tveimur þannig verið dregin til baka.

Á vef velferðarráðuneytisins er haft eftir Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðherra, að það sé rétt hjá forstjóra heilbrigðisstofnunar Blönduóss að ekki hafi átt að gera kröfu um frekari hagræðingu hjá heilbrigðisstofnunum eftir að fjárlög voru samþykkt. Tilkynning til heilbrigðisstofnananna á Sauðárkróki og Blönduósi um fækkun dvalarrýma á hvorum stað um þrjú hafi byggst á misskilningi sem varði samhæfingu við framkvæmd fjárlaga vegna verkefna sem áður hafi verið á hendi tveggja ráðuneyta.

Rekstur heilbrigðisstofnana er á föstum fjárlögum en rekstur dvalarrýma er kostaður með daggjöldum og er greitt fyrir þau í samræmi við nýtingu. Fyrir sameiningu ráðuneytanna var ábyrgð á fjárlögum gagnvart heilbrigðisstofnunum á ábyrgð heilbrigðisráðuneytisins að undanskildum dvalarrýmunum sem heyrðu undir félags- og tryggingamálaráðuneytið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert