Vill heiðra minningu lögreglumanna

Hreggviður Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur sent borgarstjórn Reykjavíkur áskorun um að reistur verði minnisvarði um þá lögreglumenn, sem björguðu bæjarstjórninni í Gúttóslagnum svonefnda 9. nóvember 1932. Segist Hreggviður hafa ákveðið þetta eftir að hafa lesið bókina Sovét-Ísland óskalandið, eftir Þór Whitehead.

„Þeir björguðu ekki aðeins bæjarstjórninni heldur lýðræðinu á Íslandi með hugrekki og staðfestu sinni. Þrátt fyrir að margir þeirra hlytu varanlegan líkamlegan skaða og sumir yrðu aldrei vinnufærir aftur, hafa þeir aldrei fengið smá viðurkenningu fyrir störf sín  Jafnframt lentu sumir í miklum fjárhagslegum erfiðleikum og gátu ekki framfært fjölskyldu sinni eftir þetta," segir Hreggviður í áskoruninni.  

Leggur hann til, að 9. nóvember  2012 verði afhjúpuð minningartafla um lögregluþjónana í Ráðhúsinu í Reykjavík, með nöfnum þeirra allra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert