Ábyrgð hjá framkvæmdavaldi og landskjörstjórn

Utanríkisráðherra segir ábyrgðina á ógildingu kosningar til stjórnlagaþings liggja hjá framkvæmdarvaldinu og landskjörstjórn. Þegar kemur að því að bera ábyrgð segir ráðherrann hins vegar best að leyfa málinu að þroskast áður en teknar séu slíkar ákvarðanir.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, bendir á að þetta sé í fyrsta skipti sem kosning af þessu tagi sé haldin, þannig að hugsanlega hefði mátt búast við að hún yrði ekki hnökralaus. Vissulega sé þetta ekki gott mál en nú verði málið skoðað, og með einhverjum ráðum hljóti að vera hægt að koma stjórnlagaþingi til framkvæmda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert