Kristinn sækist eftir endurkjöri

Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR.
Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR.

Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR, hefur ákveðið að sækjast eftir endurkjöri, en frestur til að tilkynna framboð rennur út á hádegi í dag.

„Að vel ígrunduðu máli hef ég tekið þá ákvörðun að sækjast eftir endurkjöri sem formaður VR. Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi frá félagsmönnum, trúnaðarráðsmönnum, stjórnarmönnum og starfsmönnum félagsins. Þeim vil ég ekki bregðast og hef því tekið áskorun þeirra um að sækjast eftir endurkjöri sem formaður félagsins. Með þessum hætti legg ég jafnframt  störf mín í dóm félagsmanna en það er í þeirra umboði sem ég hef starfað  síðastliðin tvö ár. Að vera í forsvari fyrir VR er yfirgripsmikið og vandasamt verkefni sem ég er að ná tökum á við erfiðar aðstæður í félaginu og samfélaginu öllu. Það er reynsla sem enginn annarra frambjóðenda til formanns býr yfir,“ segir í tilkynningu frá Kristni.

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Stefán Einar Stefánsson og Lúðvík Lúðvíksson hafa öll lýst því yfir opinberlega að þau ætli að bjóða sig fram til formanns VR.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert