Launakröfurnar of háar

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mbl.is/Árni Sæberg

„Það er ljóst að við getum ekki verið að hækka þessa menn sérstaklega umfram aðra í fiskvinnslunni og launþega almennt. Við getum heldur ekki látið þá marka launastefnu fyrir allan vinnumarkaðinn,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við mbl.is í dag eftir að samningaviðræðum samninganefndar AFLs starfsgreinafélags og Drífanda stéttarfélags í fiskimjölsverksmiðjum og SA um nýjan kjarasamning lauk í dag. Að sögn Vilhjálms eru launakröfur samninganefndar bræðslumanna of háar.

Samninganefnd bræðslumanna telur samningsvilja SA vera takmarkaðan og segir að svo virðist sem ætlan Samtaka atvinnulífsins sé að skapa óróa og átök á vinnumarkaði. Inntur eftir svörum við þessu sagði Vilhjálmur: „Það liggur fyrir að það eru þeir sem hafa verið að ræða um verkföll. Við höfum ekki verið að hóta neinum verkbönnum eða vinnudeilum. Best væri ef hópurinn héldi sig til hlés og tæki eðlilegan þátt í samningavinnu félaganna almennt og væru ekki að reyna að fara fram á undan öllum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert