Rætt um ráðningu forstjórans

Orkuveitan.
Orkuveitan. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrirhuguð ráðning í starf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur verður tekin fyrir á stjórnarfundi fyrirtækisins í dag. Ráðningarferlið hefur verið umdeilt og hefur Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnt að núverandi forstjóri OR skuli koma að því.

Helgi Þór Ingason er núverandi forstjóri fyrirtækisins en hann tók við starfinu til bráðabirgða af Hjörleifi Kvaran í ágúst sl.

Nú stendur til að ráða nýjan forstjóra og hefur það verið gagnrýnt að Helgi Þór komi að ferlinu, í ljósi tengsla hans við Harald Flosa Tryggvason, núverandi stjórnarformann fyrirtækisins.

Hjá Orkuveitu Reykjavíkur fengust þær upplýsingar að ráðningarferlið yrði eina málið sem tekið verður fyrir á fundinum sem hófst klukkan 13.00.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert