„Þvottekta óveður"

Spáð er óveðri suðvestanlands í kvöld.
Spáð er óveðri suðvestanlands í kvöld.

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir á vef sínum að óveður það sem virðist vera í uppsiglingu sé alveg þvottekta, eins og hann orðar það. Verstur verður veðurhamurinn suðvestanlands á milli kl. 18 og 22 í kvöld en þá er spáð  allt að 25 metra vindhraða á sekúndu.

Einar rýnir í kort og segir að þegar veðrið nái hámarki um klukkan 21 samsvari veðurhæðin um 35-45 metrum á sekúndu í 1000 til 2000 metra hæð og slái vindinum niður þegar vindröstin berst yfir landið, m.a. fyrir tilstuðlan fjalla.

„Þetta er með því meira sem maður sér svona almennt séð og jafnast alveg á við það sem var í „þriggja lægða syrpunni" um miðjan desember 2007 og eftirminnilegt óveður sem hér gerði fyrir nákvæmlega þremur árum, 8. febrúar 2008," segir Einar. 

Nú klukkan 15 var vindhraði á Stórhöfða í Vestmannaeyjum 32,6 metrar á sekúndu og 23,3 metrar á sekúndu í Grindavík.

Vefur Einars Sveinbjörnssonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert