Varðhald vegna árásar framlengt

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður, sem hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á nýársnótt, sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 4. mars.

Maðurinn er grunaður um að hafa veist að öðrum manni í miðborginni á nýársnótt, sparkað í hann svo að hann féll í gangstéttina og síðan sparkað ítrekað í höfuð hans og líkama þar sem hann lá. Sá sem varð fyrir árásinni fékk lífshættulega höfuðáverka.

Héraðsdómur segir í niðurstöðu sinni að með tilliti til almannahagsmuna sé fallist á það fallist með ríkissaksóknara að brotið sé þess eðlis að nauðsynlegt sé að tryggja að maðurinn gangi ekki laus á meðan mál hans er til meðferðar.

Maðurinn hefur nýverið hlotið tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir, rán og frelsissviptingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert