Gengið frá skipan í Landsdóm

Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.
Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Ómar Óskarsson

Nú liggur fyrir hverjir skipa landsdóm, sem mun dæma í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra.

 Í landsdómi eiga sæti fimmtán dómendur, þeir fimm dómarar Hæstaréttar sem lengst hafa setið, dómstjórinn í Reykjavík, prófessorinn í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands og átta menn eru kosnir af Alþingi.

Landsdóm skipa hæstaréttardómararnir Ingibjörg  Benediktsdóttir sem er forseti Hæstaréttar, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson. Dómstjóri Reykjavíkur, Helgi I. Jónsson og Benedikt Bogason sem er dósent við lagadeild HÍ.

Af þeim sem kosnir voru í landsdóm af Alþingi taka sæti Linda Rós Michaelsdóttir kennari, Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður, Fannar Jónasson viðskiptafræðingur, Hlöðver Kjartansson hæstaréttarlögmaður, Brynhildur Flóvenz dósent við lagadeild HÍ, Magnús Reynir Guðmundsson fyrrverandi bæjarfulltrúi á Ísafirði og Ástríður Grímsdóttir, dómari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert