Íhuga að draga úr brennslu

Soprbrennsla Ísafjarðar við Skarfasker við Skutulsfjörð.
Soprbrennsla Ísafjarðar við Skarfasker við Skutulsfjörð.

„Það kemur ekki til greina að hætta alveg sorpbrennslu,“ segir Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, um ósk umhverfisráðherra um að sveitarstjórnir Skaftárhrepps, Hornafjarðar og Vestmannaeyja skoði alla möguleika til að hætta eða draga verulega úr sorpbrennslu.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að á Hornafirði sé verið að skoða hversu mikið hægt er að draga úr sorpbrennslu eða hvort hægt sé að hætta starfsemi í bili.

Bæjarstjóri Eyja segir að ef ríkið sé tilbúið til að mæta þeim kostnaði sem myndast við það að koma til móts við ósk ráðherra standi ekki á þeim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert