Mun ein nota bílinn

Guðrún Pálsdóttir tók við sem bæjarstjóri Kópavogs í júní.
Guðrún Pálsdóttir tók við sem bæjarstjóri Kópavogs í júní.

Bæjarstjóri Kópavogs segist í yfirlýsingu biðjast afsökunar á að hafa túlkað ráðningarsamning sinn með þeim hætti sem hún gerði. Muni hún í framtíðinni ein nota bíl, sem Kópavogsbær lét henni í té.

Fram kom í Fréttablaðinu í dag, að 19 ára gömul dóttir Guðrúnar hafi notað bílinn. Sjálf hafi Guðrún stundum notað aðra bíla bæjarins. 

Í yfirlýsingu frá Guðrúnu og Hafsteini Karlssyni, forseta bæjarstjórnar, segir m.a. að bæjarstjóri hafi lýst því yfir við forseta bæjarstjórnar að framvegis muni hún ein hafa afnot af bifreiðinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert