Búist við ofsaveðri fram eftir morgni

Búist er við stormi sunnan- og vestanlands og ofsaveðri, allt að 30 m/s fram efti morgni. Stormur einnig á Norður- og Austurlandi fram eftir degi. Vegna hvassviðris og storms verður ekkert ferðaverður á landinu fram að hádegi, að sögn Veðurstofunnar.

Útlit er fyrir suðaustanátt, 18-30 m/s,  og rigningu sunnan- og vestanlands en 15-23 og úrkomulítið norðan og austanlands. Suðaustan 15-23 á öllu landinu um hádegi og víða rigning. Sunnan 5-13 í kvöld. Töluverð eða mikil rigning á suðausturlandi. Hiti 2 til 8 stig.

Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustan 15-23 og allt að 28 m/s í morgunsárið. Rigning. Suðaustan 10-15 síðdegis en hægari sunnan átt í kvöld. Hiti 3 til 7 stig.

Um 700 km austur af Hvarfi er heldur dýpkandi 942 mb lægð á hægri hreyfingu norðvestur. Suður af Nýfundnalandi er ört vaxandi 990 mb lægð sem verður á hádegi á morgun um 935 mb og um 700 km austsuðaustur af Hvarfi.

Klukkan þrjú í nótt var suðaustlæg átt, 10-20 og skýjað að mestu norðan- og austanlands en 15-24 suðvetantil, hvassast á Steinum og í Grindavík. Rigning sunnanlands. Á Stórhöfða og Veiðvatnahrauni voru 33 m/s. Kaldast var eins stigs frost á Rauðanúpi en annars 1 til 8 stiga hiti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert