Halda viðræðum áfram

Fulltrúar ASÍ á fundi með SA í gær.
Fulltrúar ASÍ á fundi með SA í gær. mbl.is/Golli

Kjaraviðræðum ASÍ og Samtaka atvinnulífsins verður haldið áfram í dag. Samninganefnd ASÍ fundar kl. 14 og síðan hefst samningafundur ASÍ og SA kl. 15 í húsnæði Ríkissáttasemjara.

Kjaraviðræður á milli heildarsamtakanna á almenna vinnumarkaðinum komust í gang á nýjan leik í gær eftir rúmlega tveggja vikna hlé. Innan verkalýðshreyfingarinnar hefur að undanförnu verið áhugi á gerð skammtímasamnings en SA hafa lagt áherslu á að kjarasamningar til þriggja ára séu ein af lykilforsendum stöðugleika í efnahagslífinu.

Ef fundurinn í dag verður árangursríkur er ekki talið útilokað að einhver fundarhöld verði í kjaramálunum yfir helgina samkvæmt upplýsingum mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert