Garður lækkar skuldir um 430 milljónir

Bæjarráð Garðs hefur samþykkt samhljóða að nýta allt að 430 milljónir af fé sveitarfélagsins til uppgreiðslu langtímalána.

KPMG vann minnisblað fyrir bæjarráð um hagkvæmni þess að greiða upp lán. Uppgreiðsla lánanna er í samræmi við fjárhagsáætlun og heimild bæjarstjórnar um uppgreiðslu lána.


Eftir uppgreiðslu lánanna verða skuldir Garðs alls 245 milljónir króna sem er með því lægsta sem gerist hjá sveitarfélagi á landinu. Þrátt fyrir þessa greiðslu verður um hálfur milljarður króna eftir í framtíðarsjóði sveitarfélagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert