Fékk bréf upp á 25 króna skuld

Krónur.
Krónur.

Lífeyrisþegar fengu nýverið sent bréf þar sem fram kemur tillaga að tekjuáætlun fyrir árið og greiðsluáætlun bóta samkvæmt því.

Kona, sem hefur þegið örorkubætur um skeið, fékk sent bréf sem undirritað var af sýslumanninum í Hafnarfirði en þar var verið að tilkynna breytingu á tekjuáætlun fyrir þetta ár. Í bréfinu kom jafnframt fram að hún skuldaði Tryggingastofnun heilar 25 krónur.

„Tryggingastofnun hefur borist ný tekjuáætlun frá þér. Á grundvelli hennar hefur bótaréttur ársins verið endurreiknaður. Fyrir liggur ofgreiðsla að fjárhæð 25 krónur sem ekki verður innheimt fyrr en að loknu uppgjöri ársins haustið 2012,“ segir m.a. í bréfinu til konunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert