Óvissa um stuðning við stjórnlagaráð

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Óvíst er hver niðurstaðan kann að verða í atkvæðagreiðslu á Alþingi um að þingið skipi stjórnlagaráð í stað stjórnlagaþingsins sem kosið var til í nóvember sl., en eins og kunnugt er ógilti Hæstiréttur kosningarnar í síðasta mánuði vegna ýmissa ágalla á framkvæmd þeirra.

Tveir þingflokkar eru óklofnir í afstöðu sinni til stjórnlagaráðs svo vitað sé. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggjast allir gegn málinu en allir þrír þingmenn Hreyfingarinnar styðja það.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ætlar ekki að styðja skipun stjórnlagaráðs og hefur sagt að með því sé verið að fara í kringum ákvörðun Hæstaréttar. Þá hefur Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, staðfest við Morgunblaðið að hún ætli ekki greiða málinu atkvæði sitt m.a. af sömu ástæðu.

Meirihluti þingmanna Framsóknarflokksins er andvígur stjórnlagaráði og þar með talinn formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Aðspurð hvort þingflokkur Samfylkingarinnar væri alfarið hlynntur málinu svaraði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður flokksins, að það yrði að koma í ljós.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert