Lokaafgreiðsla á útsvarshækkun

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur samþykkti í dag að hækka útsvari frá og með 1. júlí nk. Hækkunin nemur 0,08%,útsvarið fer úr 14,40 % í 14,48% að meðtöldum málaflokki fatlaðra. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn hækkun en VG studdi hana.

Eftir breytinguna er útsvarshlutfallið í Reykjavík fullnýtt.

Í tilkynningu frá borgarstjórar kemur fram að hækkunin hafi óveruleg áhrif á útsvar útsvarsgreiðenda. Sá sem er með 200.000 krónur í mánaðarlaun borgi 160 krónum meira á mánuði eftir hækkunina og sá sem er með 375.000 í mánaðarlaun borgi 300 krónum meira.

„Útsvarið er veigamesti tekjustofn sveitarfélagsins og er áætlað að hækkunin nú skili um 115 milljónum í borgarsjóð. Með hækkuninni að viðbættum 85 milljónum af liðnum ófyrirséð, verður lögbundið kennslumagn grunnskóla Reykjavíkur tryggt, ásamt viðunandi gæslu nemenda í frímínútum og forfallakennslu,“ segir í tilkynningu borgarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert