Fyrri umræðu um stjórnlagaráð lokið

Pétur H. Blöndal alþingismaður var einn þeirra þingamanna sem lýsti …
Pétur H. Blöndal alþingismaður var einn þeirra þingamanna sem lýsti andstöðu við tillögu um skipan stjórnlagaráðs. mbl.is/Ómar

Fyrri umræða um þingsályktunartillögu um skipun stjórnlagaráðs lauk í kvöld og hefur tillögunni verið vísað til allsherjarnefndar. Umræðan stóð í fimm og hálfa klukkustund.

Með tillögunni er gert ráð fyrir að forseta Alþingis verði falið, að höfðu samráði við forsætisnefnd Alþingis, að skipa 25 manna stjórnlagaráð sem fái það verkefni að taka við og fjalla um skýrslu stjórnlaganefndar og gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

Það voru einkum andstæðingar tillögunnar í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki sem tóku þátt í umræðunum. Einar K. Guðfinnsson alþingismaður sagði eðlilegast að sú sjömanna nefnd sem unnið hefur að undirbúningi tillagna til stjórnlagaþings legði þær fram og stæði fyrir fundum um málið og gæfi almenningi kost á að gera athugasemdir við þær. Síðan færu þær til Alþingis sem hefði lokaorð í málinu.

Vigdís Hauksdóttir alþingismaður sagði í umræðunni að kostnaður við stjórnlagaþing væri þegar orðinn um 600 milljónir króna og stefndi í að fara í milljarð ef stjórnlagaráð yrði skipað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert