Segja að skattbyrði sé undir meðallagi OECD

Breytingar hafa verið gerðar á skattakerfinu á síðustu árum.
Breytingar hafa verið gerðar á skattakerfinu á síðustu árum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Heildarskattbyrði Íslendinga var minni en í 18 öðrum OECD-ríkjum og rétt fyrir neðan meðallag árið 2009, þegar allt er talið. Heildarskattbyrðin á Íslandi lækkaði úr 41,5% af landsframleiðslu árið 2006 niður í 34,1% árið 2009, á sama tíma og meðaltal OECD-ríkjanna lækkaði úr 35,4% í 34,8%.

Þetta kemur fram í grein sem Arnald Sölva Kristjánsson og Stefán Ólafsson skrifa í fréttabréf Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands.

Meginskýringin á því að þetta hlutfall lækkar er að skattstofnar hafa dregist saman hér en einnig segja þeirra að skattbyrði lágtekju- og millitekjufólks hafi lækkað árið 2009. „Hæsta álagning launatekna var frekar lág á Íslandi árið 2009 en hún hækkaði talsvert árið 2010.
Ef litið er á raunverulega skattbyrði einstaklinga vegna beinna skatta, greint eftir tekjuhópum, kemur í ljós að skattbyrði lágtekjufólks á Íslandi var í 15. sæti af 30 OECD ríkjum, skattbyrði meðaltekjufólks var í 10. sæti en hæsta álagning á hátekjufólk var hins vegar í 24. sæti af OECD-ríkjunum. Hún hafði hins vegar hækkað upp í 12. sæti árið 2010.
Samanburðurinn bendir til, að ástæða geti verið til að létta skattbyrði af íslensku meðaltekjufólki. Slíkum áhrifum mætti til dæmis ná með frekari hækkun barnabóta og vaxtabóta, sem myndi einnig rétta við hlut fjölskyldna með mikinn skuldavanda,“ segir í fréttabréfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert