Vítisenglar enn í Noregi

Átta félagar í MC Iceland, sem voru stöðvaðir á Gardermoen-flugvelli við Ósló í gærmorgun, eru enn í Noregi að sögn norsku lögreglunnar. Þeir voru því ekki um borð í flugvél Icelandair, sem lenti á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis.

Að sögn lögreglunnar verður Íslendingunum vísað úr landi, en líklegt þykir að þeir haldi heim á leið á morgun.

MC Iceland er orðið fullgildur aðili að Vítisenglum og ætluðu íslensku félagarnir að vera viðstaddir inntökuathöfn Vítisengla sem var fyrirhuguð í Noregi um helgina. 

Fram kom í fréttum RÚV í dag að félagarnir hafi allir kært norsk yfirvöld fyrir að þeim hafi verið vísað frá Noregi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert