Vilja banna skrotóbak

Sænskt skrotóbak.
Sænskt skrotóbak.

Velferðarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að afnema undanþágu á innflutningi, framleiðslu og sölu á svonefndu skrotóbaki, tóbaki í bitum sem er tuggið.

Jafnframt er lagt til að bannað verði að flytja inn, framleiða og selja allt bragð- og lyktarblandað reyklaust tóbak.

Í frumvarpinu segir, að markmiðið sé að draga úr neyslu á reyklausu tóbaki og því heilsutjóni sem slík neysla valdi en rannsóknir hafi sýnt að neysla reyklauss tóbaks getur leitt til ýmissa sjúkdóma.

Skrotóbak hefur ekki verið til sölu hér á landi um árabil og engin sala hefur verið á öðru lyktar- og bragðbættu reyklausu tóbaki á undanförnum árum. Í frumvarpinu segir, að með því sé í raun verið að tryggja að notkun skrotóbaks ryðji sér ekki aftur til rúms hér á landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert