Upplýsingar um sjúklinga „frá vöggu til grafar“

Stýrihópur sem Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra skipaði í desember á liðnu ári til að gera tillögur um nýtt heildarskipulag sérfræðiþjónustu lækna á Íslandi hefur skilað ráðherra 

Hlutverk stýrihópsins að fjalla um hvernig best sé að skipuleggja sérfræðiþjónustu lækna í heild og skýra hlutverk og stöðu sjálfstætt starfandi sérfræðinga innan heilbrigðiskerfisins og hvernig kraftar þeirra verði best nýttir í þágu heilbrigðisþjónustu á landinu öllu.

Hópurinn leggur meðal annars til, að flæði sjúklinga milli heilsugæslu og sérfræðinga verði bætt, til dæmis með beinum aðgangi heimilislækna að tímabókunarkerfi sérfræðinga.

Þá verði lokið við gerð samfelldrar rafrænnar sjúkraskrár sem nái til allra nauðsynlegra upplýsinga um hvern einstakan sjúkling „frá vöggu til grafar“.

Tilkynning velferðarráðuneytisins

Niðurstöður stýrihópsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert