Draumaaðstæður á skíðasvæðunum

Það verður örugglega fjölmenni á skíðasvæðunum í dag. Mynd úr …
Það verður örugglega fjölmenni á skíðasvæðunum í dag. Mynd úr safni, tekin í Hlíðarfjalli. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Skíðasvæðin í Bláfjöllum, Oddsskarði, Hlíðarfjalli og Tindastóli verða öll opnuð klukkan 10 og aðstæður eru mjög góðar á öllum stöðunum þremur að sögn staðarhaldara. Svæðin verða öll opin til kl. 16 í dag nema hvað opið er til kl. 17 í Bláfjöllum.

Mikill snjór er og gott færi á öllunum svæðunum. Á Akureyri er nú 13 stiga frost, örlítill vindur og glaða sólskin.  Í Bláfjöllum er 8,5 stiga frost og vindur 6-8 m/sek.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert