Geislavirk efni mælast á Íslandi

Geislavirk efni mælast nú í afar litlum mæli á Íslandi, en talið er að agnirnar komi frá Fukushima kjarnorkuverinu í Japan. Reutersfréttastofan segir að Ísland sé fyrsta Evrópuríkið þar sem geislavirk efni mælast.

Reuters hefur eftir vísindamönnum að lítið magn af joði hafi mælst hér á landi. Það sé í afar litlu mæli og ógni því ekki heilsu fólks. Þetta hafi CTBTO (Comprehensive Nuclear-Test-Ban Treaty Organization) mælt, en stofnunin er með 63 starfsstöðvar um allan heim.

Fukushima kjarnorkuverið í Japan.
Fukushima kjarnorkuverið í Japan. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert