Gullfoss með fallegustu fossum heims

Gullfoss í Hvítá er einn af fallegustu fossum í heimi.
Gullfoss í Hvítá er einn af fallegustu fossum í heimi. mbl.is/RAX

Ferðavefur bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN fjallar um tíu fallegustu fossa heims og er Gullfoss þar á meðal. 

Fram kemur á vefnum, að Gullfoss sé óvenjulegur að því leyti að hann sé á tveimur hæðum og hvorug sé sérlega há en saman séu þær ótrúleg sjón. Efri fossinn falli til hægri og vatnið lendi síðan á kletti og falli síðan niður neðri fossinn til vinstri.

Hinir fossarnir, sem taldir eru þeir fallegustu í heimi, eru Niagarafossarnir í Kanada og Bandaríkjunum, Hanakapi'ai fossar á Hawaii,  Plitvicefossar í Króatíu, Iguazúfossar í Argentínu, Yosemitefossar í Kalíforníu, Viktoríufossar í Simbabve og Sambíu, Sutherlanfossar á Nýja-Sjálandi, Englafossar í Venesúela og Langifoss í Noregi.

Vefur CNN

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert