Hvetja Atla til að stíga til hliðar

Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason.
Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason. mbl.is/Kristinn

Stjórnarfundur VG á Suðurnesjum, sem haldinn var í gær, samþykkti áskorun á Atla Gíslason alþingismann að víkja til hliðar og hleypa varamanni sínum að.

Í ályktun sem samþykkt var á fundinum er ýst yfir stuðningi við ríkisstjórnina „í þeim mikilvægu málum og erfiðu verkefnum sem hún stendur frammi fyrir eftir að hægriöflin rústuðu efnahag þjóðarinnar með taumlausri frjálshyggju. Fundurinn treystir þingflokki VG til að fylgja fast eftir stefnumálum flokksins og standa vörð um vinstri gildi í stjórnarsamstarfinu.

Stjórnin harmar deilur innan þingflokks VG og lýsir yfir vonbrigðum með úrsögn  Atla Gíslasonar, þingmanns okkar, úr þingflokknum, en hann hefur unnið kjördæmi sínu vel. Fundurinn hvetur þingmanninn til að stíga til hliðar og hleypa að Arndísi Soffíu Sigurðardóttur, varaþingmanni okkar, sem við berum fullt traust  til.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert