Fíknefnaakstur í Austurbænum

Rúmlega tvítugur karlmaður var tekinn í austurbæ Reykjavíkur um klukkan hálf tíu  í gærkvöldi, grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.

Við leit fundust kannabisefni á manninum. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var magnið það mikið að líklegt er talið að efnin hafi verið ætluð til sölu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert