Tvær grundvallarreglur friðarsinna

Þráinn Bertelsson, þingmaður VG.
Þráinn Bertelsson, þingmaður VG.

„Allir friðarsinnar viðurkenna tvær grundvallarreglur. Það er hinn heilagi réttur allra manna til að verja líf sitt og í annað stað hin heilögu mannúðarskylda að koma þeim til hjálpar sem er í lífsháska.“ Þetta sagði Þráinn Bertelsson alþingismaður á Alþingi í dag í umræðum um hernaðinn í Líbíu.

Þráinn sagði enga ástæðu fyrir „haukana í Sjálfstæðisflokknum“ að skjóta á „friðardúfurnar í VG“ vegna afstöðu flokksins til loftárása í Líbíu.

Fyrr i umræðunum vakti Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður sjálfstæðismanna, athygli á að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefði sagt að hann hefði haft fullt umboð til að taka afstöðu til málsins á vettvangi Nató.

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, sagði að VG væri flokkur sem berðist fyrir friði og mannúð. Flokkurinn styddi ályktun Sameinuðu þjóðanna um flugbann og vernd óbreyttra borgara í Líbíu. Hann sagðist telja að aðgerðir Bandaríkjanna, Breta og Frakka í Líbíu síðustu daga væru á mörkum þessa að fara út fyrir umboð Sameinuðu þjóðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka