Lífeyrissjóðir í viðræðum við OR og Magma Energy

Borholur blása á virkjunarsvæði Hverahlíðarvirkjunar.
Borholur blása á virkjunarsvæði Hverahlíðarvirkjunar. mbl.is/RAX

„Lífeyrissjóðir eiga þarna ákveðið frumkvæði og það kom ekki til fyrr en okkur var kunnugt um að Orkuveitan hefði ekki burði til að ráðast í þessa virkjun.“

Þetta segir Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, í Morgunblaðinu í dag, en sjóðirnir samþykktu ályktun í gær þar sem lýst er áhuga á að koma að eða fjármagna Hverahlíðarvirkjun Orkuveitu Reykjavíkur, en orkan þaðan var ætluð til álvers Norðuráls í Helguvík. Um fjárfestingu upp á 25-30 milljarða króna er að ræða.

Að sögn Arnars stendur til að funda með Orkuveitunni og Norðuráli á morgun til að fara yfir málin. Ef áhugi komi fram þar muni lífeyrissjóðir koma saman til fundar á ný og fela ákveðnum aðilum að fara í viðræður um framhaldið.

Fulltrúar lífeyrissjóðanna hafa einnig verið í viðræðum við Magma Energy um aðkomu að HS Orku. Arnar segir að þar geti dregið til tíðinda eftir rúman mánuð. Þar sé unnið eftir ákveðnu skipulagi og viðræður í eðlilegum farvegi.

Stendur undir skuldum

Því fer fjarri að núverandi rekstur OR geti ekki að óbreyttu staðið undir skuldum. Þetta segir Stefán Svavarsson endurskoðandi í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Guðlaugur G. Sverrisson, fyrrverandi stjórnarformaður OR, segir að viðhorf lánastofnana til OR hafi skyndilega breyst um áramótin 2010-2011.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka