Mótframboð gegn Birki Jóni rætt

Birkir Jón Jónsson.
Birkir Jón Jónsson.

Framsóknarmenn telja mögulegt að mótframboð komi fram á flokksþingi Framsóknar eftir viku, gegn Birki Jóni Jónssyni, varaformanni flokksins. Helst er rætt um Vigdísi Hauksdóttur í þeim efnum.

Ýmsum framsóknarmönnum finnst sem Birkir Jón sé ekki nógu einarður í afstöðu sinni gegn ESB-aðild. Ekki er búist við því að neinn bjóði sig fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins. Hann þykir hafa treyst stöðu sína.

Þetta kemur fram í fréttaskýringu um Framsóknarflokkinn í Sunnudagsmogganum í dag.

Flestir viðmælendur telja að nauðsynlegt sé að Framsóknarflokkurinn marki sér skýra og ákveðna stefnu gegn öllum hugmyndum um aðild Íslands að ESB. Framsóknarmenn gera sér vonir um að þannig geti þeir náð til sín óánægjufylgi frá VG og Sjálfstæðisflokknum.

Vigdís Hauksdóttir.
Vigdís Hauksdóttir. mbl.is/Ómar
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert