Kjörstjórnir á kosningavakt

Fremur rólegt var á kjörstað í Íþróttahúsinu Smáranum í austurhluta …
Fremur rólegt var á kjörstað í Íþróttahúsinu Smáranum í austurhluta Kópavogs í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Freyr Ófeigsson, formaður Landskjörstjórnar, býst ekki við miklum önnum í dag en hann er nú á símavakt ásamt Þórhalli Viljhjálmssyni, ritara Landskjörstjórnar, eins og tilgreint er á vef innanríkisráðuneytisins.

„Dagurinn í dag verður væntanlega rólegur hjá okkur í Landskjörstjórn. Við erum með símavakt ef eitthvað kemur upp sem þarf að leita til okkar vegna. Ég á ekki von á því að þess gerist mikil þörf því að framkvæmd kosninganna er alfarið í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. Talningin er líka í þeirra höndum.

Við teljum rétt að vera á símavakt ef upp koma lagaspursmál. Það er þá helst ef yfirkjörstjórnir telja einhvern vafa leika á túlkun einhverra lagaákvæða að þá er leitað til okkar og við reynum þá að leysa úr því. Í langflestum tilvikum leysa yfirkjörstjórnir úr því. Þannig að ég á ekki von á því að neitt komi til kasta Landskjörstjórnar í dag.

Hins vegar verðum við með fund á morgun til að taka á móti kjörgögnum frá yfirkjörstjórnum og vafaatkvæðum ef óskað er umsagnar Landskjörstjórnar um þau. Ef einhver slíka atkvæði koma upp munum við væntanlega úrskurða um þau á föstudaginn. Það er starfsplanið hjá okkur,“ segir Freyr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert