Gegn anda laganna

Frá þingflokksfundi VG.
Frá þingflokksfundi VG. mbl.is/Árni Sæberg

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær vera mjög ósáttur við þá ákvörðun þingflokksins að kjósa sér nýjan þingflokksformann.

„Það er grundvallarmál að virða rétt foreldra í fæðingarorlofi og þessi ráðstöfun þingflokksins í gær, að fella Guðfríði Lilju úr starfi þingflokksformanns, á fyrsta degi, þegar hún kemur úr fæðingarorlofi, stríðir tvímælalaust gegn anda laganna og er okkur ekki sæmandi,“ sagði Ögmundur.

Ögmundur var spurður hvort hann teldi að þessi niðurstaða þingflokksins myndi hafa einhver eftirmál í för með sér: „Ég vona að þetta hafi þau eftirmál að menn taki það til alvarlegrar umræðu að svona háttalag gangi ekki,“ sagði Ögmundur.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag kemur fram að sú ákvörðun að fella Guðfríði Lilju úr embætti sem þingflokksformann, daginn sem hún sneri aftur til starfa, sé til marks um það að forysta VG ætli sér að herða tökin á flokknum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert