Ég mun standa vörð um rannsóknina

Ögmundur Jónasson, Árni Páll Árnason og Össur Skarphéðinsson á Alþingi …
Ögmundur Jónasson, Árni Páll Árnason og Össur Skarphéðinsson á Alþingi í dag. mbl.is/Kristinn

„Vilja menn kosningar til að fá nýja verkstjórn á rannsókn efnahagsbrotanna eða vilja menn hafa þau í okkar forsjá?" sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, í umræðum á Alþingi um vantraust á ríkisstjórnina.

„Þar er ég verkstjórinn og ég heiti mönnum því, að við munum standa vörð um þessa rannsókn því ég hef áður sagt, að ef við ekki leiðum þessa rannsókn til lykta mun íslenska þjóðin hafa móralska timburmenn í 300 ár."

Ögmundur sagði, að ýmsar brotalamir væru á rannsókninni, sem menn vildu laga. „En við lögum þær ekki með aðkomu Sjálfstæðisflokksins. Við höfum fengið nóg af slíku."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert