Hlutverk forseta að veita stuðning

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir við Bloomberg fréttastofuna að það sé hlutverk forsetans að veita efnahagslífi landsins stuðning og stóru bankarnir þrír hafi fyrir fjármálahrunið verið stærstu fyrirtæki Íslands á þeim tíma.

„Þeir veittu þúsundum ungra Íslendinga atvinnu, bæði á Íslandi og annarstaðar í heimilum," sagði Ólafur Ragnar í viðtali, sem tekið var við hann í Kaupmannahöfn í vikunni.

Ólafur Ragnar hefur verið gagnrýndur fyrir að taka máli bankanna og útrásarfyrirtækja fyrir hrunið. Í viðtalinu við Bloomberg segir hann, að það hefði verið einkennilegt ef forsetinn hefði ekki á þessum tíma tekið þátt í að koma stærstu fyrirtækjum landsins á framfæri.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert