Haldið fast á sjónarmiðum Íslands í ESB-viðræðum

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á Alþingi.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á Alþingi.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segist ekki hafa fengið neina ósk frá sjávarútvegsráðuneytinu eða öðrum um að leiðrétta fréttilkynningu sem Evrópuþingið sendi frá sér. Hann hafi ekki einu sinni séð þetta plagg.

Þar sagði m.a. að Íslendingar áskildu sér í aðildarviðræðum að stjórn sjávarútvegsmála yrði „að hluta til“ hér á landi ef þjóðin gengi í Evrópusambandið.

„Sjálfur hef ég nú ekki lagt það í vana minn að elta ólar við fréttatilkynningar, þarna geta einhverjum blaðafulltrúa hafa verið mislagðar hendur,“ segir Össur. „Þegar ég hef rætt við Evrópusambandið, m.a. á fyrstu ríkjaráðstefnunni þar sem ég flutti ræðu sem birt var opinberlega, er mjög fast haldið á sjónarmiðum Íslendinga. Hvergi er hvikað frá meirihlutaáliti utanríkismálanefndar Alþingis.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert