Opna gestastofu á Þorvaldseyri

Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri.
Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri. mbl.is/Golli

Gestastofan á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum verður opnuð formlega á morgun fyrir gesti og gangandi. Hjónin Ólafur Eggertsson og Guðný A. Valberg voru önnum kafin við að undirbúa móttöku fyrir vini sína í kvöld í tilefni af opnuninni. Ólafur sagði að þegar í dag hafi komið um 50 manns þótt í raun væri ekki búið að opna.

„Við vorum að vinna hérna og fólkið bankaði bara upp á,“ sagði Ólafur. Í Gestastofunni er búið að setja upp sýningar á veggspjöldum af sögu gossins í Eyjafjallajökli sem hófst 14. apríl 2010. Einnig má fræðast þar um sögu fjölskyldu Ólafs á Þorvaldseyri frá því að afi hans, Ólafur Pálsson, flutti þangað árið 1900.

Sýnd verður kvikmynd um gosið í Eyjafjallajökli sem Ólafur lét gera. Þá geta gestir keypt þar minjagripi og afurðir frá Þorvaldseyri, meðal annars morgunkornið Byggi sem gert er úr korni af ökrum bæjarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka