Iceland Express fjölgar ferðum

Iceland Express segir að 40% fleiri hafi ferðast með félaginu í apríl í ár en á sama tíma í fyrra. Af þessum sökum hefur IE bætt við ferðum um páskana.

Þessa dagana verði því flogið tvisvar á dag til London og Kaupmannahafnar. Þá hefur verið bætt við flugi til New York.
 
Iceland Express segir að Ameríkuflugið hafi gengið vonum framar. Í vetur hafi verið flogið tvisvar í viku til New York og áformað hafi verið að hefja daglegt flug þangað í júní. 

„Vegna mikillar eftirspurnar hefur félagið bætt við ferðum fyrr en áformað var, enda hafa nú þegar rösklega 200 prósent fleiri bókað far með félaginu vestur um haf á næstunni, en á sama tíma í fyrra,“ segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert