ÍAV fær verkefni í Noregi

Norsk járnbrautarlest.
Norsk járnbrautarlest.

Verktakafyrirtækið ÍAV/Marti hefur fengið að vita, að Jernbaneverket í Noregi ætli að semja við félagið um gerð járnbrautarganga við Holmestrand. Holmestrand er við Óslófjörðinn vestanverðan um 80 km suður af Ósló. 

Tilboðsupphæð ÍAV/Marti hljóðar upp á 414 milljónir norskra króna eða um 8,5 milljarða íslenskra króna án virðisaukaskatt á núverandi gengi.

Verkið felst í gerð um 2 km jarðganga fyrir hraðlestar og er um að ræða einn áfanga af sex. Verkið fór af stað í fyrra með tveimur útboðum sem ÍAV tók þátt í ásamt Marti en enn á eftir að bjóða út tvo áfanga verksins. 

Fram kemur á heimasíðu ÍAV, að útboðið var svokallað útboð með samningsviðræðum og hófst með því að níu aðilar fengu að bjóða að loknu forvali í byrjun janúar. Tilboðum var skilað inn 28. febrúar, án formlegrar opnunar þeirra. 

Áætlanir gera ráð fyrir fyrstu sprengingu í jarðgöngunum í byrjun ágúst og verklok eru áætluð í júní 2014. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka