Össur í heimsókn til Indlands

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, er væntanlegur til Indlands á morgun þar sem hann mun dvelja í níu daga.

Fram kemur á vefnum dailyindia.com, að Össur muni koma til Nýju-Delhi í fyrramálið og eiga fundi með ýmsum ráðherrum og embættismönnum á morgun. 

Á þriðjudag mun hann m.a. eiga fund með stjórn indversk-íslenska verslunarráðsins og vitja grafar Mahatma Gandhis, frelsishetju Indlands.

Össur mun síðan halda til Srinagar, Agra og Mumba og Goa þar sem hann mun ræða við ýmsa embættismenn.  Hann heldur síðan heim á þriðjudag í næstu viku.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert