Farið að huga að aðgerðum

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Kristinn

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, sagði í fréttum Útvarpsins að viljaleysi atvinnurekenda til að ganga frá kjarasamningum þvingi ASÍ til að grípa til verkfallsvopnsins.

Gylfi sagði, að pattstaða ríki í samningamálum vegna þess að atvinnurekendur neiti að ganga til samninga, sem nánast liggi á borðinu, vegna krafna sinna á stjórnvöld.

Það gefi augaleið, að eina leiðin fyrir Alþýðusambandið til þess að rjúfa þessa kyrrstöðu, sé að kalla í félagsmenn og fara að ýta á samninga með aðgerðum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert