Senn tekur 15 metra reglan gildi

Ekki er alltaf auðvelt að nálgast sorptunnur og losa úr …
Ekki er alltaf auðvelt að nálgast sorptunnur og losa úr þeim og nú lenda sumir í því að borga skrefagjald. mbl.is/Brynjar Gauti

Engin áform eru að svo stöddu hjá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar um að fresta á ný gildistöku umdeildrar 15 metra reglu við sorplosun í borginni, að sögn skrifstofustjóra sviðsins, Guðmundar B. Friðrikssonar.

Aðalfundur Húseigendafélagsins samþykkti fyrir skömmu ályktun þar sem hvatt var til þess að horfið yrði frá breytingunni eða henni a.m.k. frestað um ár.

Frá 1. maí verður innheimt sérstakt gjald ef sorpílát eru meira en 15 metra frá götu. Forsendan er að meiri fjarlægð sé íþyngjandi fyrir sorphirðumenn og geri starf þeirra tímafrekara og dýrara en ella.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur segir Húseigendafélagið að ekkert samráð hafi verið haft við borgarbúa og samtök þeirra, um „gönuhlaup“ sé að ræða og félagið telur að kanna þurfi hvort breytingin hafi lagastoð. Reynist svo vera þurfi að veita fólki meiri frest til að gera nauðsynlegar ráðstafanir, t.d. breyta staðsetningu sorpíláta. Er skorað á borgaryfirvöld „að taka sönsum og auka hvorki vanda sinn né borgarbúa frekar en orðið er með fyrirhyggjuskorti, hörku og óbilgirni í þessu viðkvæma máli“.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert