Viðræðurnar af stað á ný

Vilhjálmur Egilsson á spjalli við samningamenn í húsi ríkissáttasemjara.
Vilhjálmur Egilsson á spjalli við samningamenn í húsi ríkissáttasemjara. mbl.is/Golli

„Atvinnurekendur hafa aldrei gert athugasemdir við hverjir skipi samninganefndir stéttarfélaga. Ég vænti því að fulltrúar launamanna séu ekki með slíka íhlutun í okkar mál,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands krafðist þess í fréttum RÚV í gærkvöldi að fulltrúar LÍÚ vikju frá samningaborði aðila vinnumarkaðarins. Útvegsmenn misnotuðu aðstöðu sína og hefðu iðnaðarmenn að fíflum í yfirstandandi kjaraviðræðum.

Viðræður SA og ASÍ um nýjan kjarasamning fóru út um þúfur fyrir páska. Þreifingar hafa þó verið í gangi og sérmál í viðræðum við landssambönd hafa verið til lykta leidd. Í dag munu atvinnurekendur funda hjá ríkissáttasemjara með Starfsgreinasambandinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert