VR vísar deilu til sáttasemjara

Hús verslunarinnar.
Hús verslunarinnar. Ómar Óskarsson

VR hefur ákveðið að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara en heimild til þess var samþykkt á fundi stjórnar VR fyrir helgi. Fyrr í dag vísaði Flóabandalagið deilu sinni við SA til sáttasemjara.

Samninganefnd Alþýðusambands Íslands ákvað á fundi í dag að beina því til aðildarsambanda og félaga að vísa kjaradeilum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara og setja allan þrýsting á um að tryggja launahækkanir á þessu ári.

Ásta Rut Jónasdóttir, varaformaður VR, segir það ekki hafa ráðið úrslitum. „Við bara náðum ekki lengra með deiluna við SA,“ segir hún og bendir á að málið sé margþætt. ASÍ komi að málinu en einnig aðildarfélögin sér.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði í dag, að hugsanlega yrði að grípa til verkfallsaðgerða í því skyni að rjúfa þá kyrrstöðu sem upp sé komin í kjaraviðræðum.

Aðspurð segir Ásta Rut þetta ekki hafa verið rætt innan VR. „En ég held að menn muni skoða það í framhaldinu. Við auðvitað vísum þessu fyrst til ríkissáttasemjara áður en farið verður í einhverjar áframhaldandi pælingar um hvað við gerum næst,“ segir Ásta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert