Eimskip að fara yfir málin

Frá fyrstu ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum í Landeyjarhöfn.
Frá fyrstu ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum í Landeyjarhöfn. mbl.is/Rax

Vonir um að siglt yrði í Landeyjahöfn virtust í dag hafa brostið því í tilkynningu frá Eimskip klukkan 18:19 kom fram að dýpi í höfninni væri ekki nægjanlega mikið. Í samtali við Morgunblaðið um klukkan 20 sagði upplýsingafulltrúi Eimskips að verið væri að fara aftur yfir málin.

Í tilkynningunni frá kl. 18:19 segir að eftir mælingar á dýpi Landeyjahafnar í dag sé ljóst að skilyrðum til siglinga í höfninni hafi ekki enn verið fullnægt. Því verði áfram siglt á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar þangað til dýpi í Landeyjahöfn verður orðið nægilegt til siglinga Herjólfs.

Herjólfur gat síðast siglt inn í Landeyjahöfn um miðjan janúar.

Fréttin var uppfærð klukkan 20:03.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert