Auglýsti „besta veðrið"

Veðrið eða verðið, um það var deilt.
Veðrið eða verðið, um það var deilt. mbl.is/Gísli Baldur

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest þá niðurstöðu Neytendastofu, að aðhafast ekki vegna auglýsinga olíusölunnar ÓB um  „besta veðrið".

Skeljungur kvartaði í desember við Neytendastofu yfir útvarpsauglýsingu ÓB, sem hljóðaði svo: „ÓB, besta veðrið“ og hefði verið lesin í tengslum við lestur veðurfregna í útvarpi. 

Skeljungur taldi nokkuð augljóst sé að ÓB gæti ekki staðið við það að á bensínstöðvum þess væri besta veðrið. Í auglýsingunni væri væntanlega vísað til þess tungubrjóts að segja „veðrið“ í staðinn fyrir „verðið“, og öfugt, samanber tungubrjótinn: „Það er farið að verða verra ferðaveðrið“. Taldi Skeljungur því að í auglýsingunni væri ÓB að gefa í skyn að hjá því sé besta verðið. Það sé ekki rétt því Orkan, sem Skeljungur rekur, selji í öllum tilvikum ódýrara eldsneyti en ÓB.

Neytendastofa ákvað að  aðhafast ekki frekar í málinu þar sem birtingu auglýsinganna hafði þá verið hætt. Þá niðurstöðu staðfesti áfrýjunarnefndin.

Niðurstaða áfrýjunarnefndar neytendamála

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert