Mikið hringt út af sorphirðu

Rogast með sorptunnurnar.
Rogast með sorptunnurnar. mbl.is/Golli

Um það bil fjórðungur þeirra sem fengu bréf frá Reykjavíkurborg um að vegalengd frá götu að sorpílátum við heimili þeirra væri lengri en 15 metrar hefur sótt um að ílátin verði sótt til losunar gegn gjaldi, sem verður 4.800 krónur á ári fyrir hvert ílát.

Mikið hefur mætt á starfsmönnum umhverfis- og samgöngusviðs borgarinnar vegna breytinganna á sorphirðunni, sem taka munu gildi 1. júní næstkomandi.

„Þetta eru um 9 þúsund tunnur sem eru lengra en 15 metra frá götu þannig að það hefur heilmikið verið hringt,“ segir Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu neyslu- og úrgangsmála Reykjavíkurborgar.

Guðmundur bendir á að í ákveðnum tilfellum verði veittar undanþágur frá reglunni, t.d. eldri borgurum og öryrkjum sem geti ekki haft tunnurnar langt frá inngangi heimilis síns.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert