Útstreymi gróðurhúsalofttegunda minnkaði

Umhverfisráðuneytið segir að losun gróðurhúsalofttegunda vegna fiskveiða hafi aukist frá …
Umhverfisráðuneytið segir að losun gróðurhúsalofttegunda vegna fiskveiða hafi aukist frá árinu 2008. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi dróst saman um 5% milli áranna 2008 og 2009 þegar hún mældist 4,6 milljónir tonna gróðurhúsalofttegunda reiknuð sem CO2-ígildi.

Fram kemur á vef umhverfisráðuneytisins að þetta sé í samræmi við væntingar en samdráttinn megi einkum rekja til minni losunar flúorkolefna frá álverum og samdráttar í umsvifum byggingargeirans og sementsframleiðslu.

Þá segir að losun gróðurhúsalofttegunda vegna fiskveiða hafi hins vegar aukist frá árinu 2008. 

Samkvæmt spám Umhverfisstofnunar mun Ísland standa við sínar skuldbindingar gagnvart Kyoto-bókuninni.

Þetta kemur fram í skýrslu sem Umhverfisstofnun hefur tekið saman um losun gróðurhúsalofttegunda frá árinu 1990 til 2009 og sent til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.

„Af þeim 4,6 milljónum tonna gróðurhúsalofttegunda sem losaðar voru árið 2009 falla 1,2 milljónir tonna undir sérákvæði sem nær til nýrrar stóriðju á Íslandi skv. Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Losun utan við ákvæðið, var því samtals rúmlega 3,4 milljónir tonna.

Hérlendis kemur langstærsti hluti losunarinnar frá iðnaði og efnanotkun eða 44%. Næstmest er losunin frá samgöngum eða 20% Þar á eftir kemur sjávarútvegur (14%) og landbúnaður (12%),“ segir umhverfisráðuneytið.

Nánar á vef ráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert