Líkur á að svifryk verði yfir mörkum

Svifryksmengun. Mynd úr safni.
Svifryksmengun. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur segir að styrkur svifryks verði sennilega yfir heilsuverndarmörkum í dag. Ástæðan sé líklega uppþyrlun ryks og úr umhverfi og af umferðargötum.

Það segir að aðalmælistöðin við Grensásveg og farstöð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sýni svifryksgildi yfir heilsuverndarmörkum. Styrkur svifryks hafi verið 878 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveg klukkan 11.30 en heilsuverndarmörkin séu 50.

Raki er lítill i lofti og skapar það skilyrði til svifryksmengunar, þá eru götur þurrar og vindur töluverður. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri ættu taka tillit til aðstæðna og fylgjast með loftgæðum á vefmæli borgarinnar sem sýnir svifryksmengun við Grensásveg.

Búist er við svipuðum veðurskilyrðum á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert