Hægt að sækja um matjurtagarð

Það er tímabært að fara að setja niður kartöflur.
Það er tímabært að fara að setja niður kartöflur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölskyldugarðar Reykjavíkur í Skerjafirði, Laugardal, Fossvogi, Logafold og Árbæ eru tilbúnir til ræktunar ásamt matjurtagörðum í Skammadal sem Reykjavíkurborg leigir í Mosfellsbæ og hafa verið afhentir leigutökum.

Í fréttatilkynningu segir að Reykjavíkurborg vilji með þessum hætti koma til móts við þá borgarbúa sem hafa áhuga á ræktun matjurta í sumar og hafi þessi nýbreytni fallið í góðan jarðveg.Borgin mun ekki starfrækja skólagarða í sumar.


Nokkrir garðar eru enn lausir í Árbæ, Breiðholti og Grafarvogi og í görðum á vegum Garðyrkjufélags Reykjavíkur. Áhugasamir garðræktendur geta tryggt sér garð með því að senda póst á netfangið matjurtagardar@reykjavik.is. Garðarnir við Jaðarsel í Breiðholti opna eftir helgi.


Tæplega 600 matjurtagarðar eru víðs vegar um borgina þar sem Skólagarðar Reykjavíkur voru áður starfræktir og 200 matjurtagarðar eru í Skammadal. Leigugjaldið fyrir matjurtagarð sumarið 2011 er 4.600 kr. fyrir garðland í Skammadal (ca. 100m2), 4.200 kr. fyrir garð í Fjölskyldugörðunum (ca. 20m2). Görðunum er skilað tættum og merktum og hægt er að komast í vatn á öllum stöðunum.


Vaxandi áhugi hefur verið hjá fjölskyldum í Reykjavík á því að rækta eigið grænmeti enda matjurtagarður kjörinn staður til að vera úti við og rækta það sem síðar nýtist við matargerð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert