Stærsta gos sem Ómar hefur séð

Svona var ástandið við Freysnes við Skaftafell.
Svona var ástandið við Freysnes við Skaftafell. mynd/Hjalti Björnsson

„Þetta er stærsta eldgos sem ég hef séð,“ sagði Ómar Ragnason fréttamaður sem hefur séð 23 eldgos. Hann tekur fram að hann hafi ekki séð Heklugosið 1947.

Ómar er búinn að fljúga tvisvar upp að eldstöðinni síðan gosið hófst. Hann náði mjög góðum myndum í gærkvöldi, en staðan var mjög breytt þegar hann flaug upp að því snemma í morgun. „Þetta gos drekkti sjálfu sér í ösku. Ég hef aldrei séð svona fyrr og er ég þó búinn að sjá 23 gos. Það er hrikalegur öskukúfur allt í kring og upp í 20 km hæð. Þegar ég fór í seinni ferðina náði ég bara eldingamyndum, en maður sá nánast ekkert til gossins sjálfs.“

Ómar hefur fengið orð fyrir að vera djarfur þegar hann er að taka myndir af eldgosum, en nú voru aðstæður erfiðar. „Maður var að reyna að læðast inn í svona smákima sem lágu inn með þessu. Aðstæður hafa gjörbreyst á nokkrum klukkutímum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert